Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 19. júlí 2010 Prenta

Heiðarlegt fólk á ferð.

Krossnessundlaug er mjög vinsæl hjá ferðafólki sem og heimafólki.Mynd Arnar B Guðjónsson.
Krossnessundlaug er mjög vinsæl hjá ferðafólki sem og heimafólki.Mynd Arnar B Guðjónsson.
Rétt fyrir miðjan mánuð var fjölskylda á ferð hér í hreppnum og fóru í sundlaugina að Krossnesi enn þar er engin sundlaugarvörður til að fylgjast með eða tekið á móti aðgangseyri.

Heldur eru aðeins kassar á veggjum þarna með rauf fyrir gjaldið.

Þetta væri nú ekki í frásögur færandi nema að fólkið var aðeins með greiðslukort eins og tíðkast mest í dag,og gátu því ekki borgað fyrir sig.

Þegar suður er komið sendi einn fjölskyldumeðlimurinn tölvupóst hingað á vefinn litlahjalli@litlihjalli.is til að athuga hvort vefstjóri Litlahjalla gæti bent þeim á hvar væri hægt að borga fyrir sundlaugarferðina,því þau vildu endilega borga fyrir að dveljast í þessari frábæru laug.

Þeim var þegar bent á símanúmerið og netfang á Krossnesi,þaðan er séð um Krossneslaug sem rekin er af Ungamennafélaginu Leifi Heppna.

Þar var þeim bent á reikningsnúmer fyrir sundlaugina til að leggja inná fyrir ferðina í sundlaugina,sem og þau gerðu.

Þetta er óhætt að sé kallaður heiðarleiki og það frábær heiðarleiki.

Það var annað með fyrrum bankastjóra sem fór í laugina fyrir tveim til þrem árum,og sagðist vera með svo stóra seðla og borgaði ekki þrátt fyrir ábendingar sundlaugargesta.

Nú er þessi sami maður talin einn af útrásarvíkingunum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Saumaklúbbur á Melum 04-01-2008.
  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Bara moldarhaugur þar sem húsið var.19-06-2008.
Vefumsjón