Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 4. febrúar 2012 Prenta

Heilsársvegur í Árneshrepp á Ströndum – ákvörðun sem þarf að taka og hefja verkið árið 2012.

Frá Norðurfirði.
Frá Norðurfirði.
Fréttabréf frá oddvita Árneshrepps. 

Í dag býr sveitarfélagið við þær aðstæður að eiga að vera eyja  þrjá mánuði á ári, þar sem við búum við G-reglu í snjómokstri. Hluti íbúa sveitarfélagsins býr við algjöra innilokun þessa þrjá mánuði á ári. Hreppsnefnd hefur ítrekað beðið um að hreppurinn verði færður upp í  F -reglu, sem ekki er talið hægt, þar sem vegurinn sé ekki þjónustufær.  Á einfaldri íslensku , það þarf að byggja veginn upp til að hægt sé að þjónusta hann. Því  ætti að vera forgangsverkefni að byrja á að byggja upp erfiða kafla af veginum á fyrirhuguðu framtíðarvegstæði, en núverandi  vegur var ruddur með jarðýtu á árunum 1960-1965.

Nú er okkur alltaf núið því um nasir að við séum svo fá.  En eins og einn góður maður sagði ,,vegurinn er ekki bara fyrir íbúa Árneshrepps heldur alla landsmenn og erlenda gesti líka".

Í sveitarfélaginu Árneshreppi eru um 40 sumarhús í eigu einkaaðila, þessi hús eru flest heilsárshús og stórar fjölskyldur sem standa að þeim. Uppbygging ferðaþjónustu hefur verið mikil, fjárfestingar þar gefa ekki arð þegar ekki er hægt að komast á staðinn. Í Árneshreppi er Norðurfjarðarhöfn og stutt á gjöful fiskimið.

Það er einhvers staðar vitlaust gefið.

Aðgerðir strax!

                                                                                   Oddný S. Þórðardóttir

                                                                                   Oddviti,  Árneshreppi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
  • Saumaklúbbur 22-01-2005.
  • Adolfshús-05-07-2004.
  • Þakpappi komin á meiri hluta af þakinu.13-11-08.
  • Krossnes séð úr urðunum 15-03-2005.
Vefumsjón