Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 8. september 2017 Prenta

Heimalingarnir í Litlu-Ávík.

Lömbin biðu oft við mælaskýlið þegar Jón var að taka veðrið á morgnana kl.9 eða á kvöldin kl.21.
Lömbin biðu oft við mælaskýlið þegar Jón var að taka veðrið á morgnana kl.9 eða á kvöldin kl.21.
1 af 4

Það var skrýtið með heimalingana hér í Litlu-Ávík um mánaðarmótin ágúst september, þeyr hættu alltíeinu að koma heim, hvorki í morgungjöf hné kvöldgjöf. Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi hafði ákveðið að hætta að gefa þeim tvisvar á dag, en gefa þeim einu sinni, á morgnana eða kvöldin, og lét Jón Guðbjörn varagjafamann lambana vita af þessari ákvörðun. Svo einkennilega vildi til að lömbin létu ekki sjá sig við fjárhúsin og mættu ekki sem vön í hvoruga gjöfina.

Sigursteini bónda var sama en Jóni ekki, og vildi vita um alla vinina sína sjö, tvær rollur og fimm lömb, fann hann þær svo uppá svonefndu Hjallatúni á beit, þau jörmuðu til hans enn eltu hann ekki þegar hann fór heim.

Nú skyldi Jón ekki í neinu hvað vinir hans væru nú að hugsa, sjá hann en koma ekki heim með honum að fá pelann sinn.

Nú segja nátturlega allir að þessi Jón sé kolruglaður að pæla í þessu meir, en hvað um það hann fór að hugsa mikið, og mikið meira. Hann spurði Sigga bróður sinn hvort hann hafi sagt eitthvað við lömbin síðast þegar hann gaf þeim, hann hvað nei við því, ekki margmáll maður við menn hvað þá dýr. Jón fór þá að leggja hausinn í enn meyri hugsun.

Auðvitað er þetta lausnin. Sjáið þið til lömbin fæddust í ljósi, rafmagnsljós var í fjárhúsunum þegar þaug fæddust og bjart, og enn bjartara af náttúrulegu umhverfi þegar þau komu út undir bert loft í náttúrlega birtu.

Nú í dag í byrjun september er þetta allt annað fyrir þau, blessuð litlu lömbin, úti í rökkri og myrkri, gæti þetta verið skýringin fyrir þessa heimalinga í Litlu-Ávík, vini Jóns veðurathugunarmanns. ?

 

Uppfærsla Jóns G Guðjónssonar á feisbók í byrjun ágúst.

Alvöru heimalingarnir eru raunverulega tveir, sem mistu móður sína strax í sauðburðarlok í vor. Enn síðan eru þrír aðrir, tveir með móður sínum, annað var vanið undir hana, síðan kom í ljós að var skemmt júra og mjólkar ekki nóg fyrir bæði lömbin. Síðan var önnur rolla sem vanið var undir, og varð síðan hálfgerður aumingi, en náði sér síðan vel. Þannig að heimalingarnir eru raunverulega 5. Þrír með mömmum og gerfimömmum. Það er stundum gaman að horfa á allt dótið elta Sigga bónda niður í fjárhús til að gefa lömbunum tvisvar á dag. Stundum er það ég undirritaður sem gef lömbunum fimm. Ég er að reyna að ná myndbandi af halarófunni, lömbunum, og rollunum tveim á leið í fjárhúsin til að lömbin fái pelann sinn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Vignir Maríasson frá Felli.
  • Afmælisbarnið síunga ásamt gestum.
  • Steinstún-2002.
Vefumsjón