Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 27. júní 2012 Prenta

Helgi og Jóhann sigurvegarar á afmælismóti Róberts Lagerman í Trékyllisvík.

Róbert Lagerman.
Róbert Lagerman.
1 af 3

Stórmeistararnir Helgi Ólafsson og Jóhann Hjartarson urðu efstir og jafnir á afmælismóti Róberts Lagerman sem fram fór í Trékyllisvík á laugardaginn 23 júní. Hlutu þeir 8 vinninga í 9 skákum. Helgi vann Jóhann Hjartarson en tapaði fyrir Gunnari Björnssyni. Guðmundur Gíslason varð þriðji með 7 vinninga og Jón Kristinn Þorgeirsson fjórði með 6,5 vinning. Gunnar, Hilmir Freyr Heimisson og Óskar Long Einarsson urðu í 5.-7. sæti með 6 vinninga.

Jón Kristinn hlaut jafnframt unglingaverðlaun á mótinu. Ingibjörg Edda Birgisdóttir hlaut kvennaverðlaun og feðgarnir Ingólfur Benediktsson og Númi Fjalar Ingólfsson hlutu verðlaun fyrir bestan árangur heimamanna. 40 keppendur tóku þátt í mótinu sem fram fór í algjöru blíðarskaparveðri í Trékyllisvík.

Á föstudaginn 22 júní tefldi Róbert fjöltefli á Hólmavík og um kvöldið fór fram tvískákmót í Djúpavík. Þar unnu Gauti Páll Jónsson og Ingibjörg Edda eftir harða baráttu við forsetaliðið (Gunnar, Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman). Halldór Blöndal og Hilmir Freyr Heimisson urðu í 3. sæti.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« September »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Mynd frá Skúla Alexandersyni: sem hann sendi vefnum af hafísþökum á Reykjarfirði 1965.
  • Frændurnir Gunnar Njálsson og Valgeir Eyjólfsson.
  • Séð yfir Norðurfjörð.
  • Allir í kaffi í Bæ hjá Guðbjörgu systur Munda.
  • Helga og Hilmar.Helga var veislusjóri fyrir í afmæli ömmu sinnar,og Hilmar sá um músikina.
  • Úr sal.Gestir
Vefumsjón