Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 9. júlí 2018 Prenta

Hey fíkur í Litlu-Ávík.

Það fýkur úr heyinu á túninu.
Það fýkur úr heyinu á túninu.
1 af 2

Hey sem slegið var í gær í Litlu-Ávík á Ströndum er farið að fjúka, ekki var farið að snúa heyji í gær vegna vinds, en heyjið liggur í ljánni eftir slátt. Nokkur suðvestan strekkingur var í gær þegar slegið var, en nú í dag eftir hádegið er bara stormur með miklum rokkviðum eins og oft er hér í suðvestan hvassviðri. Mikill þurrkur er í þessum vindi á milli skúra, en það sverfur jafnt og þétt úr heyinu og í mestu kviðunum fara stórar heyflygsur í loft upp.

Hér á veðurstöðinni í Litlu-Ávík var jafnavindur um 22m/s og uppí 34 m/s í mestu kviðum. Þetta er bara eins og versti haust eða vetrarstormur þessi suðvestanátt í dag.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
  • Margrét Jónsdóttir.
  • Maddý-Sirrý og Siggi.
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
  • Skip á Norðurfirði.
Vefumsjón