Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. júlí 2018
Prenta
Heyjað í Litlu-Ávík.
Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík byrjaði slátt í gærmorgun, einum degi fyrr enn í fyrra, sem var svona í fyrra fallinu. Sæmilega er sprottið á þessu túni sem var slegið sem kallast Vatnsbrekkur og eru um 4 hektarar. Það verður nátturlega ekki eins mikill heyskapur og var í fyrra sem gaf metheyskap til fleiri ára. Heyið virðist náðst vel þurrt í rúllur í kvöld, enda var slegið í norðvestan flæsu og í dag var suðaustanátt með sól á köflum, en þegar byrjað var að rúlla í kvöld á níunda tímanum var suðaustanátt áfram 6 til 8 m.s. og orðið nokkuð rignanlegt, enda komin gráblika á himin, og spáð er smá vætu í nótt eða í fyrramálið.