Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 26. júlí 2007 Prenta

Heyskap lokið á nokkrum bæjum alveg.

Rúllustæða.
Rúllustæða.
Nú hefur það gengið vel með heyskapinn,nokkrir bændur búnir með fyrrislátt og flestir af þeim búnir að koma heim rúllum líka og raða upp eða setja inn.
Þetta er í fyrra fallinu að svo margir bændur séu búnir með fyrrislátt svo snemma enn ske hefur áður að bændur séu búnir um verslunarmannahelgi,enn sú helgi er í seinni kanntinum í ár.
Nokkrir af þeim bændum sem eru búnir núna munu slá upp úr miðjun ágúst seinnislátt(HÁ)enn það verður ekki almennt.
Sigursteinn bóndi í Litlu-Ávík lauk alveg heyskap í gær og heyrúllur komnar í stæðu í dag fyrir utan hlöðu,því miklar fyrningar eru hjá honum.
Í stæðunni hér á myndinni eru 276 heyrúllur,enn að Sigursteins sögn fer rúmlega ein rúlla á kind í fóðrun yfir haust og vetrarfóðrun ef um óskemdar rúllur er að ræða.
Heyskap er ekki alveg lokið ennþá í hreppnum,einn fjármesti bóndin á eftir eina eyðijörð sem hann nitjar til heyskapar og eitthvað heimavið,annar bóndi á smávegis eftir vegna sprettuleysis,reyndar má seygja sömu ástæðu hjá þeim báðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Söngur.
  • Við Ávíkurnar 15-03-2005.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Kaupfélagshúsin og Íbúðir á Norðurfirði-06-07-2004.
  • Platan steypt.01-10-08.
Vefumsjón