Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. júlí 2009 Prenta

Heyskapur gekk vel í Árneshreppi.

Frá heyskap í sumar.
Frá heyskap í sumar.
Heyskapur gekk yfirleitt vel en í byrjun heyskapar í annari viku í júlí var mjög þurrt og hlýtt í veðri en þegar hundadagar byrjuðu gerði dálitla súld og var þá stopp í heyskap í 3 daga eða svo,en bændur notuðu tíman til að keyra rúllum heim af túnum.

Síðan var ágætis veður en rakt og súldarvottur með köflum.
Bændur þurfa helst að fá einn góðan þurrkdag eftir að slegið er og áður en það er rúllað.
Heyskapur var langt komin hjá bændum 23 og 24 júlí þegar kuldakastið gekk í garð með rigningu og hagléljum.

Síðan um helgina þá á eftir var byrjað að fullu aftur við heyskap og lauk heyskap yfirleitt í gær 27 júlí.Enn bændur eru nú að klára að keyra heyrúllum heim af túnum.

Bændur eru almennt ánægðir með heyfeng og víða fengust fleiri rúllur af túnum nú enn í fyrra.

Það rættist því vel úr grassprettu miðað við þurrkana í júní og framanaf þessum mánuði.

Nokkrir bændur munu slá seinnislátt (há) í ágúst.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Fell-06-07-2004.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
  • Norðaustur hlið Mundi tilbúin með þakpappa á vél.12-11-08.
Vefumsjón