Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 25. júlí 2013 Prenta

Heyskapur síðustu daga.

Verið að rifja hey með heyþyrlu í Litlu-Ávík í þokulofti.
Verið að rifja hey með heyþyrlu í Litlu-Ávík í þokulofti.

Ekki hefur viðrað vel til heyskapar vegna vætutíðar í mánuðinum,en aftur á móti hefur verið góð grasspretta í þessari úrkomu og hlítt með köflum. Loks í síðustu viku gátu bændur farið að heyja að einhverju marki og nýtt þessa þurru daga sem hafa komið um liðna helgi til að setja í rúllur,en það þarf helst tvo góða þurra daga til að þurrka heyið aðeins áður en rúllað er. Bændur hafa samt fengið smá vætu ofan í heyið misjafnlega mikið. Í gær og í fyrra dag var komið þokuloft afur með smá súld með köflum,en mjög lítið,en bændur eiga talsvert slegið hey á túnum sem vonandi tekst að rúlla í dag eða á morgun,ef gerir ekki meyri vætu. Það sem af er júlí eru aðeins skráðir 4 dagar þurrir á veðurstöðinni í Litlu-Ávík á Ströndum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Jóhann Björn-Sólveig (Bía) og Ragna.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
  • Borgarísjakar útaf Felli 07-04-2004.
Vefumsjón