Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. ágúst 2004 Prenta

Hitamet sett í Árneshreppi á Ströndum.

Þegar ég fór að lesa tölur af hitamælum veðurstöðvarinnar hér í Litlu-Ávík kl 1200 og hitinn var 24,3 stig fór mér að detta í hug að hitamet félli hér í Árneshreppi í dag frá því mælingar byrjuðu á Grænhóli við Gjögur.
Allt er miðað við mannaðar stöðvar Grænhóll við Reykjarfjörð í Gjögurslandi byrjaði 1921 og var til 1934.Þá tók Kjörvogur við 1934 til 1971 og þá Gjögur 1971 og var til 1995´.
Þá tekur stöðin Litla-Ávík við sem er við austanverða Trékyllisvík 12 ágúst 1995 og er ennþá þannig að mannaðar veðurstöðvar eru búnar að vera hér langt aftur á siðustu öld.
Mestur hiti sem mællst hefur áður er 23.0 stig á Grænhóli við Gjögur þann 24-06 1925.
Þar næst á Kjörvogi 21,9 21-06 1935 og 07-07-1939.Enn Gjögur náði ekki hitatölu yfir tuttugu stigum og ekki Litla-Ávík fyrr enn nú í dag.
Þá kemur Litla-Ávík með hitametið í dag sem er 26,0 stig,og þá féll hitamet frá 24-06-1925 frá Grænhól.Þetta er mikill munur frá þokuloftinu undanfarna daga sem hitinn var 8 til 11 stig.Það skal tekið fram að Trausti Jónsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands gaf mér upp hámarkstölur frá veðurstöðvum í hreppnum.Með ártöl er vitnað í bókina Saga Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Frá Gjögurflugvelli 27-01-2012.
  • Ís í Ávíkinni og sést til hafs.
  • Kort Árneshreppur.
Vefumsjón