Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 6. apríl 2007 Prenta

Hjónavígsla í Árneskirkju þeyrri eldri.

Gifting.05-04-07.
Gifting.05-04-07.
1 af 3
Gifting fór fram í Árneskirkju þeirri eldri í gær Skírdag.
Strax eftir hátíðarguðsþjónustu í gær í nýrri kirkjunni fór fram brúðkaup í eldri kirkjunni.
Þá gengu í hjónaband hjónaleysin Hrafn Jökulsson stofnandi og formaður Skákfélagsins Hrókssins og Elín Agla Briem.
Séra Sigríður Óladóttir sóknarprestur Strandamanna gifti.
Svaramenn voru Guðfríður Lilja Grétarsdóttir forseti Skáksambands Íslands og Guðmundur Jónsson í Stóru-Ávík hér í sveit.
Hrafn var í sveit í Stóru-Ávík mest öll sín unglingsár hjá Guðmundi sem þá var bóndi þar með hefðbundin búskap.
Hrafn hefur alltaf sýnt Árneshreppi mikla hlýju og sýnt það með margvíslegu móti svo sem öllum skákmótunum sem hann hefur haldið hér í hreppnum,enda telja Árneshreppsbúar sig eyga mikið í Hrafni Jökulssyni.
Efir giftingarathöfn var veisla í félagsheimilinu í Árnesi í Trékyllisvík,sem konur hér í sveit sáu um með miklum sóma sem þeim er einum lagið.
Um kvöldið var síðan haldið fjöltefli í félagsheimilinu.
Í dag kl:14:00 verður haldið skákmót í félagsheimilinu Trékyllisvík og tefldar nokkrar umferðir

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Suðri í miklum ís á austurleið.
  • Íshrafl í Ávíkinni 28-12-2001.
Vefumsjón