Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 19. júní 2008 Prenta

Hreinsað til og síðan uppbygging að Finnbogastöðum.

Undirbúningur undir að fella húsið.
Undirbúningur undir að fella húsið.
1 af 8

Í kvöld voru veggir feldir niður af brunarústunum að Finnbogastöðum,var það hinn vandvirki gröfumaður frá Kolbeinsá Hannes Hilmarsson sem kom með beltagröfu norður til Guðmundar Þorsteinssonar og felldi inn veggi hússins af mikilli nákvæmni,því steyptir veggir voru uppistandandi og,fyrst var járn og þak fellt inn í grunnin og síðan gaflar og veggir feldir síðan var grafin mikil og djúp hola og öllu mokað í hana og möl og mold síðan jöfnuð yfir.

Nú er skrítið að sjá ekkert íbúðarhús að Finnbogastöðum.

Enn uppbygging hefst aftur í sumar með nýtt íbúðarhús hjá Guðmundi Þorsteinssyni,hann gefst ekkert upp þótt á móti hafi blásið.

Það má koma fram að nýrri bloggsíðu hefur verið komið á fót sem er hér á vefnum undir tenglar-Áfram Finnbogastaðir.Sem Hrafn Jökulsson stjórnar og skrifar um væntanlegu uppbyggingu að Finnbogastöðum og söfnunina.Minnt er á reikningsnúmerið sem er.1161-26-001050-ke:451089-2509.

Hér með er smá myndasyrpa af niðurrifinu sem Jón G.G.tók í kvöld.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Kistuvogur þar sem galdrabrennur fóru fram.28-06-2003.
  • Ragna-Badda og Bía.
  • Adolfshús-05-07-2004.
  • Daníél Sigurðsson-Elsa Gísladóttir og Snati.12-06-2008.
  • Víganes:Í október 2010.
Vefumsjón