Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 31. janúar 2018 Prenta

Hreppsnefnd Árneshrepps fundaði í gær um breytingar á aðal- og deiliskipulagi hreppsins.

Möguleg staðsetning gestastofu Mynd VesturVerk.
Möguleg staðsetning gestastofu Mynd VesturVerk.

Hreppsnefnd Árneshrepps fundaði í gær um breytingar á aðal- og deiliskipulagi hreppsins. Þar var tekinn fyrir fyrri hluti tillagna VesturVerks að skipulagsbreytingum vegna Hvalárvirkjunar en þær lúta að vinnuvegum, efnistökustöðum og staðsetningu vinnubúða. Síðari hluti skipulagstillagna VesturVerks vegna virkjunarframkvæmdanna verður lagður fram til kynningar á vormánuðum.  

Fyrir hreppsnefndinni lágu einnig tvö erindi VesturVerks sem snúa að mögulegum hitaveituframkvæmdum í hreppnum ásamt tillögum að samfélagsverkefnum, sem VesturVerk lýsir sig reiðubúið að ráðast í verði af virkjunarframkvæmdum. Lögfræðingur og byggingarfulltrúi hreppsins voru gestir fundarins í gær, ásamt fulltrúa verkfræðiskrifstofunnar Verkís, sem hefur yfirumsjón með skipulagstillögunum fyrir hönd VesturVerks.

Samfélagsverkefni

Í erindi VesturVerks til hreppsnefndar Árneshrepps dagsett 19. janúar s.l. eru tíunduð nokkur verkefni sem fyrirtækið er reiðubúið að koma að í samstarfi við hreppinn í tengslum við fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir í Hvalá. Flest hafa verkefnin verið kynnt hreppsnefnd á fyrri stigum en tillaga að gestastofu er ný af nálinni. Verkefnin sem um ræðir eru:

Tenging þriggja fasa rafmagns frá Hvalárvirkjun í Norðurfjörð. 

Ljósleiðari lagður frá Hvalárvirkjun samhliða rafstreng.

Hitaveita lögð frá Krossnesi í Norðurfjörð að undangengnum samningum um heitt vatn.

Lagfæringar á bryggjusvæði í Norðurfirði.

Endurnýjun klæðningar á skólahúsinu í Trékyllisvík.

Gestastofa við Hvalá.

 

Nánar á vef VesturVerks og á vef Árneshrepps fundargerðir.

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Það stærsta og besta af viðnum verður tekinn.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Þakpappi komin á meiri hluta af þakinu.13-11-08.
  • Veggir feldir.
Vefumsjón