Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 18. ágúst 2009 Prenta

Hrútadómar, Bændahátíð og Þuklaraball á Ströndum.

Frá hrútaþukli í fyrra og kannski einhverju meyru en þukli.
Frá hrútaþukli í fyrra og kannski einhverju meyru en þukli.
1 af 2
Það verður stórhátíð í Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum  laugardaginn 22. ágúst nk. nk.sunnudag. Þá verður haldið í sjötta skipti Landsmót í Hrútadómum, en þessi íþróttagrein hefur smám saman náð almennri hylli landans síðan Sauðfjársetrið hóf að halda mótið árið 2003. Um kvöldið verður síðan haldin Bændahátíð og Þuklaraball fram á rauða nótt. Reyndir og óreyndir þuklarar hvaðanæva að af landinu eru boðnir innilega velkomnir á þessa miklu hátíð.

Landsmótið í Hrútadómum hefst við Sævang kl. 14:00. Nóg annað verður um að vera; andlitsmálning verður í boði fyrir yngstu kynslóðina, ókeypis verður inn á safnið og sýningu þess, Strandahestar bjóða upp á hestaferðir, ljúffengt kaffihlaðborð verður í boði í kaffistofu setursins, skemmtiferðir verða farnar í dráttarvélavagni og að sjálfsögðu verður farið í leiki á íþróttavellinum.

Hrútadómarnir sjálfir fara þannig fram að Jón Viðar Jónmundsson ráðunautur fer fyrir dómnefnd  sem metur fjóra íturvaxna hrúta með nútíma tækjum og tólum og raðar þeim í gæðaröð fyrirfram. Síðan reyna keppendur sig við matið á hrútunum með hendur og hyggjuvit að vopni og reyna að komast að sömu niðurstöðu og dómararnir. Þeir óvönu láta duga að raða hrútunum í sæti frá eitt til fjögur og færa rök fyrir máli sínu. Þeir vönu fara hins vegar eftir stigakerfi sem bændur gjörþekkja. Veglegir vinningar eru í boði fyrir sigurvegara í báðum flokkum.

Um kvöldið kl. 20:00 hefst síðan Bændahátíð og Þuklaraball í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar verður borðað holugrillað lambakjöt að hætti Strandamanna, Kómedíuleikhúsið á Ísafirði sér um skemmtiatriðin og hinir frábæru hólmvísku tónlistarmenn Stebbi og Bjarni spila síðan undir dansi fram á rauða nótt. Aðgangur að bændahátíðinni og þuklaraballinu er kr. 5.500.- og nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram í netfangið saudfjarsetur@strandir.is eða í síma 661-2009 eða 451-3324. Aldurstakmark er 18 ár.

Nánari upplýsingar fást hjá framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins:

Arnar S. Jónsson
Símar: 661-2009 / 588-8641 / 451-3324
Netfang: saudfjarsetur@strandir.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Togari á vesturleið í hafís.
  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
  • Í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Íshrafl í fjörinni í Ávík.28-12-2001.
Vefumsjón