Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. apríl 2017 Prenta

Hvalárvirkjun – Opið bréf til hreppsnefndar.

Hilmar Vilberg Gylfason.
Hilmar Vilberg Gylfason.

Bréf þetta er skrifað til hreppsnefndar Árneshrepps þann 13. apríl 2017 í tengslum við fyrirhugaðar breytingar á Aðalskipulagi sem eru liður í því ferli að heimila virkjunarframkvæmdir.

Ágæta hreppsnefnd Árneshrepps

Athugasemdir mínar snúa almennt að virkjunarframkvæmdinni sem slíkri. Í dag tel ég að tvær helstu atvinnugreinarnar í Árneshreppi séu sauðfjárrækt og ferðaþjónusta. Sú síðarnefnda hefur heldur verið í sókn og vafalítið ónýtt tækifæri á þeim vettvangi. Í mínum huga byggir ferðaþjónustan í Árneshreppi nánast að öllu leiti á náttúruupplifun, það er ferðamenn sækja Árneshrepp heim til að sjá náttúruna. Ófeigsfjörður er þar ekki undanskilinn enda afskaplega fallegur staður með að mestu ósnortinni náttúru.

Það liggur fyrir í skriflegu svari Vesturverks að fyrirtækið gerir ekki ráð fyrir neinum öðrum vegaframkvæmdum í tengslum við virkjunarframkvæmdirnar en á veginum frá Melum norður í Ófeigsfjörð. Þá liggur jafnframt fyrir samkvæmt sama svari að viðhaldi á fyrirhugaðri virkjun verði sinnt yfir sumartímann, út frá því má álykta að engin krafa er um heilsárssamgöngur tengdum rekstri virkjunarinnar.

Það liggur fyrir í skriflegu svari Vesturverks að fyrirtækið hefur ekki heimild til að koma að lagningu 3ja fasa rafmagns í Árneshreppi. Bréfið er í heildsinni hér undir Aðsendar greinar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
  • Kallahús(Regínuhús Gjögri-05-07-2004.
  • Borgarísjaki ca 20-22 km NNA af Reykjaneshyrnu og um 7 til 8 km A af Sæluskeri. 21-09-2017.
  • Veiga í Íngólfsfirði talar við ferðahópinn.
  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
Vefumsjón