Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 30. október 2012 Prenta

Hvassviðri eða stormur næstu daga.

Ölduhæð gæti náð 12 metrum í þessu veðri eða hafróti.
Ölduhæð gæti náð 12 metrum í þessu veðri eða hafróti.

Viðvörun frá Veðurstofu Ísland: Veðurstofan bendir á að vonskuveður verður um norðanvert landið næstu daga. Búast má við norðanátt og snjókomu með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. Gert er ráð fyrir stormi (meira en 20 m/s) norðvestantil á landinu á morgun, miðvikudag, og víða um land annað kvöld. Eins gera spár ráð fyrir áframhaldandi stormi á fimmtudag og föstudag með ofankomu fyrir norðan. Mjög slæmt ferðaveður verður því næstu daga og ekki er búist við að veður fari að ganga niður fyrr en seint á laugardag og sunnudag. Reikna má með að ölduhæð geti náð 12 metrum norður og austur af landinu og samfara hárri sjávarstöðu gæti það valdið vandræðum á hafnarsvæðum, einkum fyrir norðan. Eru menn hvattir til þess að huga að bátum í höfnum og hafa í huga að ísing getur myndast og hlaðist á báta á skömmum tíma. Eins hvetur Veðurstofan húsdýraeigendur til þess að koma skepnum sínum í skjól ef kostur er. Hér í Árneshreppi eru margir bændur búnir að koma ásetningslömbum í hús eða koma þeim á heimatún,þannig að það tekur enga stund að koma þeim í hús. Allhvasst er orðið hér á Ströndum af NNA og smá él eru en mikið til þurrt eftir hádegið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2021 »
« Mars »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Naustvík 11-09-2002.
  • Vatn sótt.
  • Söngur.
  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
  • Baðkar komið á sinn stað.01-05-2009.
Vefumsjón