Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 23. desember 2012
Prenta
Hvít jól-Veðurspá.
Það lítur helst út fyrir að verði hvít jól hér á Ströndum miðað við veðurspá. Það gildir ef veðurstöðvar gefa upp alhvíta jörð í veðurskeytum klukkan níu á jóladagsmorgun. Vegurinn norður í Árneshrepp er fær en mjög mikil hálka er á honum mjög víða. Hér er svo veðurspáin frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestra: Norðaustan 8-13 m/s og skýjað en úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig. Stöku él og hiti um frostmark síðdegis. Á þriðjudag (jóladagur) og miðvikudag (annar í jólum): Norðaustanátt, víða 8-13 m/s og él N- og A-lands og einnig við S-ströndina, en annars bjart með köflum. Frost víða 5 til 10 stig, en allt að 20 stig í innsveitum NA-til. Hér er hægt að fylgjast með veðurspám á vefnum.