Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 2. maí 2011 Prenta

Hvítabjörninn felldur í Rekavík.

Ísbjörn á Svalbarða.Mynd YR.no.
Ísbjörn á Svalbarða.Mynd YR.no.

Eftir því sem kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar var Hvítabjörninn felldur í Rekavík (Bakhöfn) á Hornströndum kl. 14.21.

Tilkynning barst Landhelgisgæslunni í morgun um hvítabjörn í Hælavík á Hornströndum. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug á Ísafjörð þaðan sem flogið var á Hornstrandir í Hælavík. Þegar þangað var komið hafði dýrið fært sig um set og fannst eftir nokkra leit í Rekavík (Bakhöfn). Þoka var í efstu brúnum og var mikil yfirferð á dýrinu. Lögreglan á Ísafirði var með í för og mat aðstæður þannig að ómögulegt væri að vakta dýrið allan sólarhringinn á svæðinu og tryggja þannig að það færi ekki í sjó eða flytti sig um set í átt að byggð. Því var tekin ákvörðun um að fella dýrið af öryggisástæðum.

Unnið var í samræmi við viðbragðsáætlun um viðbrögð við landtöku hvítabjarna. Lögreglan á Ísafirði stjórnaði aðgerðum og með í för voru fulltrúar Umhverfisstofnunar, fulltrúi yfirdýralæknis ásamt reynslumiklum skyttum. Ísbjarnarhræið var flutt með þyrlunni til Ísafjarðar og verður flutt til Reykjavíkur þar sem Náttúrufræðistofnun Íslands mun taka við dýrinu og rannsaka.
Nánar á vef Landhelgisgæslunnar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2021 »
« ágúst »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og 6 km A af Sæluskeri.
Veðurstofan setti inn píluna þar sem jakinn er.
  • Úr sal.Gestir.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
  • Ágúst Guðjónsson sér um blöndunina..06-09-08.
Vefumsjón