Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. janúar 2010
Prenta
Ísinn næst landi 14 sjómílur NV af Straumnesi.
Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands sendi vefnum nýjustu myndina af hafísröndinni,en hún fylgist mjög vel með breytingu á ísnum oft á dag með Envisat ratsjámyndum.
Skv myndinni sem er síðan kl 12:00 á hádegi er ísinn næstur landi 14 sjómílur NV frá Straumnesi og 22 sjómílur NA af Hornbjargi.
Mikil ferð er á ísnum og eru sjófarendur beðnir að sigla með gát á þessum slóðum.