Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 2. desember 2010 Prenta

Ísinn nú ca 28.sml.frá Kögri.

Hitamynd frá því kl 13:34 í dag.Mynd JHÍ.
Hitamynd frá því kl 13:34 í dag.Mynd JHÍ.
Samkvæmt síðustu myndum var ísröndin næst landi í um 28 sjómílur frá Kögri samkvæmt Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands eftir hádegið í dag.

Meðfylgjandi er hitamynd þar sem Ingibjörg Jónsdóttir Dósent í landfræði hefur sett hafísjaðarinn inná myndina.

Eins og sjá má á hitamyndinni er allstórt  nýmyndunarsvæði næst landi.

Myndin var tekin í dag klukkan 13:34.

Um morguninn þann 30 nóvember var ísinn næst landi um 47 sjómílur VNV af Straumnesi samkvæmt Landhelgisgæslunni sem fór í ískönnunarflug þann morgun,og samkvæmt radarmyndum þá.

Þannig að ísinn færist óðum nær landi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Íshrafl í Hvalvík 13-03-2005.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Hringnum lokað suðvestur hlið.28-10-08.
Vefumsjón