Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. júní 2010 Prenta

Ísinn um 30 sjómílur frá Horni.

Ísmynd frá í dag.
Ísmynd frá í dag.
1 af 2

Nýjustu fréttir um hafísinn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
Ísinn er rúmlega 30 sjómílur frá Horni. Óvíst hvernig staðan er vestar vegna skýja.

Sendar verða  upplýsingar um stöðuna þar um leið og ratsjármyndir koma.

Innan lögsögunnar er nú stór ísfleki, rúmlega 40 km á lengd, sem er nokkuð óvenjulegt þar sem yfirleitt eru öldur búnar að tæta slíkan ís upp í smærri parta áður en hann kemst hingað. Þetta er væntanlega fleki sem verið hefur landfastur við Grænland í vetur og er væntanlega talsvert þykkari en hinn ísinn.

Belgingur spáir meira og minna SV átt næstu viku (tvö smá hlé þó) þannig að ísinn mun væntanlega færast austar og eitthvað nær landi en ætti að bráðna nokkuð duglega líka,segir Ingibjörg Jónsdóttir dósent í landfræði hjá Jarðvísindastofnun.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Járnabinding er komin í grunn.29-09-08.
  • Grásteinn(Grænlandssteinn) í landi Stóru-Ávíkur 05-02-2005.
  • Seljanes og Ófeigsfjörður 15-03-2005.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
  • Spýtan og súlan eftir.
Vefumsjón