Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. ágúst 2014 Prenta

Íslandsmót í hrútadómum laugardaginn 16. ágúst.

Kiristján Albertsson á Melum hefur unnið keppnina fjórum sinnum.
Kiristján Albertsson á Melum hefur unnið keppnina fjórum sinnum.
1 af 2

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Framundan er stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramót í hrútadómum, sem verður haldið laugardaginn 16. ágúst og hefst kl. 14:00 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra og hræddra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. Síðasta ár sigraði Kristján Albertsson á Melum í Árneshreppi í hópi vanra og landaði því Íslandsmeistaratitlinum í hrútadómum í fjórða skiptið. Hæfileikar hans í þessari sérstæðu keppnisgrein hafa vakið mikla athygli. Í öðru sæti varð Úlfar Sveinsson á Ingveldarstöðum í Skagafirði og þriðji varð Björn Torfason á Melum í Árneshreppi, en Björn hefur tvisvar farið með sigur af hólmi í keppninni.

Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sérsýningar, fyrir utan fastasýningu safnsins sem ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar. Í kaffistofunni er sýningin Allt á kafi! þar sem sagt er frá snjóaveturinn 1995 á Ströndum og á listasviðinu er sýning um álagabletti á Ströndum. Ætlunin er að opna nýja tímabundna sögusýningu á hrútadómunum, þar sem sagt verður frá starfi héraðsráðunauta og verður Brynjólfur Sæmundsson  sem var ráðunautur á Ströndum í nærri 40 ár í forgrunni á þeirri sýningu.

 

Í Sauðfjársetrinu er rekið kaffihúsið Kaffi Kind þar er hægt að gæða sér á ís frá Erpsstöðum, súpu, kökum og gæða kaffi, einnig er þar lítil handverksbúð með fallegum munum sem eru flestir unnir af heimamönnum á Ströndum.

 

Safnið verður opið alla daga milli 10-18 út ágústmánuð og um helgar í september. Í haust er stefnt að frekari viðburðum. Þá verða m.a. á dagskrá fyrirlestrar um náttúru og sögu, leiksýning þar sem draugum á Ströndum eru gerð skil og árleg sviðaveisla verður haldin í október. Meðfylgjandi myndir eru frá Sauðfjársetrinu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
  • Finnbogastaðir að NA verðu.04-04-2009.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
  • Gunnsteinn Gíslason og Ólafur Thorarensen.
Vefumsjón