Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 21. september 2015 Prenta

Jarðstrengur lagaður í Ávíkurá.

Grafa brýtur niður í klöppina.
Grafa brýtur niður í klöppina.
1 af 2

Orkubúið á Hólmavík byrjaði á föstudaginn var að grafa niður rafmagnsjarðstrenginn í Ávíkurá, þar sem áin ruddi ofan af  honum í miklu vatnsflóðunum 28. ágúst síðastliðinn. Jarðstrengurinn slitnaði ekki en áin ruddi langt undir hann, þannig að strengurinn var sumstaðar á lofti. Nú voru brotnar klappir til að koma strengnum lengra niður. Klárað var í dag að koma jarðstrengum niður og moka yfir hann.

Þeir hjá Orkubúinu voru búnir fyrir helgi að taka loftlínuna og gömlu rafmagnsstaurana niður á Gjögursvæðinu.

Nú í vikunni verður lagt rafmagn í Björgunarsveitarhúsið í Trékyllisvík. Einnig þurfa orkubúsmenn að fara með beltagröfu norður á Fellshlíð til að laga staura þar eftir skriðuföllin þar í daginn.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Maí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
  • Þórólfur-Mundi-Úlfar og Pétur.
  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Naustvík 11-09-2002.
Vefumsjón