Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. nóvember 2013 Prenta

Jóla Brunch á Grand Hótel Reykjavík.

Jólasveinar koma í heimsókn.
Jólasveinar koma í heimsókn.

Frétttilkynning frá Grand Hótel Reykjavík:Jóla Brunch verður alla sunnudaga frá 17. nóvember til 22. desember, frá kl. 11:30 til 14:00. Fjölskyldan er í fyrirrúmi á Grand Hótel Reykjavik. Við bjóðum fjölskyldur velkomar til að njóta stundarinnar á hótelinu.Í Jóla brunchinum eru yfir 20 girnilegir réttir á borðum. Þar má nefna blandað salat, heimbakað brauð og álegg, ommelettur, egg benedict, eggjahrærur og fleira.
Einnig eru á borðum síldarsalöt, reykt nautatungusalat, reyklaxakonfekt, hunangsgljáðar kalkúnabringur, kryddlegin lambalæri og karamellaður hamborgarhryggur. Meðlætið er meðal annars sykurbrúnaðar kartöflur, heimalagað volgt rauðkál, eplasalat, grænar baunir og heitar sósur svo eitthvað sé nefnt. Eftirréttirnir eru allir lagaðir af  bakarameisturum hótelsins og ber þá helst að nefna volga súkkulaðiköku og ris a la mande. Það finna allir eitthvað við sitt hæfi.

Jólahorn fyrir börnin. Sérstakt jólahorn er fyrir börnin þar sem þau geta, dundað sér við að lita, skreyta piparkökur, púsla og leika sér. Jólasveinarnir,Hurðaskellir og Gluggagægir, koma í heimsókn kl. 12:30 og skemmta börnunum, fara í leiki og syngja með þeim. Börnin fá svo einhvern lítinn glaðning úr poka jólasveinanna. Jólasveinarnir eru stríðnir bræður, stundum svolítið skrýtnir, en þeir eru skemmtilegir tónlistarmenn og góðir með gítarinn og það má með sanni segja að þeir vekji mikla lukku hvar sem þeir reka inn nefið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Febrúar »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Úr myndasafni

  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
  • Margrét S Nielsen og Sveinn Sveinsson vertar í Kaffi Norðurfirði.12-03-2012.
  • Björn Torfason heldur ræðu.Barnabarn hans fylgist með afa sínum.
  • Börn Maddýar með skemtiatriði.
  • Borgarísjaki ca 12 km NNA af Litlu-Ávík og ca 6 km A af Sæluskeri.
Vefumsjón