| fimmtudagurinn 18. desember 2008 Prenta

Jólafjör í Finnbogastaðaskóla

Dansað kringum jólatréð í Finnbogastaðaskóla.
Dansað kringum jólatréð í Finnbogastaðaskóla.
1 af 3
Það var mikið um dýrðir í Finnbogastaðaskóla í dag. Litlu jólin voru haldin hátíðleg, með jólahangikjöti, jólagraut, jólapökkum, jólasveinum, jólaskemmtun og dansi kringum jólatré! Ásta og Júlíana fóru á kostum með söng, sögum, bröndurum og brúðuleikhúsi, vel studdar af Örnólfi Hrafnssyni, sem verið hefur gestanemandi í skólanum síðustu vikuna. Jólasveinarnir Gluggagægir og Djókaþeytir mættu glaðbeittir og juku enn á fjörið. Allir þekkja Gluggagægi, en Djókaþeytir er minna þekktur jólasveinn, sem bókstaflega þeytir gamanmálum í kringum sig. Skemmtilegri dagskrá lauk með dansi kringum jólatréð, þar sem var sungið og trallað af hjartans list. Ítarleg frásögn er af skemmtuninni á heimasíðu Finnbogastaðaskóla. Smellið hér!

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Árnes II-23-07-2008.
  • Suðausturhlið komin.28-10-08.
Vefumsjón