Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 14. desember 2009 Prenta

Jólaspjall Þjóðfræðistofu á Hólmavík.

Jólajeppi.Mynd Þjóðfræðistofa.
Jólajeppi.Mynd Þjóðfræðistofa.

Laugardaginn 19. desember , kl. 13, mun Þjóðfræðistofa blása til þjóðfræðiþings, útgáfuhófs og menningardagskrár. Auk þess að miðla af rannsóknum verður leikin tónlist, sýndar kvikmyndir og haldið upp á nýjar útgáfur.   Þá munu höfundar lesa upp úr nýútgefnum bókum.  Jólaspjallið verður haldið í Bragganum á Hólmavík en Café Riis býður upp á létt jólahlaðborð á vægu verði. 

 Á dagskránni verður:
 Kristinn Schram forstöðumaður Þjóðfræðistofu, segir frá starfseminni á árinu
Jón Þór Pétursson þjóðfræðingur, segir frá mastersverkefni sínu og rannsóknarverkefni Þjóðfræðistofu um íslenska matarhefð

Katla Kjartansdóttir verkefnastjóri á Þjóðfræðistofu, segir frá samtímasöfnun á leikjum íslenskra barna

Sigurður Atlason framkvæmdastjóri Strandagaldurs, kynnir samstarfsverkefni um jólaendurminningar Strandamanna

Heimildamyndin Leitin að Gísla Suurinpojka

Jón Jónsson menningarfulltrúi og þjóðfræðingur, flytur jólahugvekju

Óli Gneisti Sóleyjarson þjóðfræðingur, segir frá nýútkominni bók sinni Eve Online sem gefin er út af Þjóðfræðistofu

Söngflokkurinn Fúmm fúmm fúmm flytur jólatónlist

Höfundar lesa upp úr ‘jólabókum'

Vilborg Davíðsdóttir - Auður
Eiríkur Örn Nordahl - Gæska

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Séð til Gjögurs af Reykjaneshyrnu.Reykjanesrimar.
  • Samúel I Þórisson tengdasonur Maddýar heldur ræðu.
  • Frá saumaklúbb á Krossnesi 18 febrúar 2012.
Vefumsjón