Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 18. júní 2008 Prenta

Kaffi Norðurfjörður opnað.

Edda Gulli Oddný oddviti og Eva.
Edda Gulli Oddný oddviti og Eva.
1 af 3

Nýtt kaffihús var opnað formlega á Norðurfirði í gær kl 18:00 sem hefur fengið nafnið Kaffi Norðurfjörður.

Edda Hafsteinsdóttir er með kaffihúsið í rekstrarleigu og rekur kaffihúsið af sveitarfélaginu Árneshreppi.Vínveitingaleyfi er fengið fyrir staðin.

Í gömlu verbúðinni sem var gjörbreytt í vetur,er fyrir utan hina nýju kaffistofu er útibú Sparisjóðs Strandamanna,aðstaða fyrir lækni í einu herbergi og útleiga á tveim herbergjum fyrir sjómenn eða aðra.

Frábært útsýni er úr kaffihúsinu til sjávar yfir höfnina og út á fjörðin.

Búast má við mikilli traffik í sumar af ferðafólki sem fer norður á Hornstrandir með Sædísinni bát Reimars Vilmundarsonar en fjöldi fólks hefur pantað í ferðir hans.

Upplagt er fyrir fólk að koma við og slappa af og fá sér veitingar á Kaffi Norðurfirði meðan beðið er eftir Sædísinni og þegar komið er til baka af Hornströndum.

Fjöldi gesta auk heimamanna voru við opnunina.

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Frá höfninni á Norðurfirði 16-03-2005.
  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 23-09-2001.
  • Náð í einn flotann.
Vefumsjón