Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 4. mars 2008 Prenta

Kaffihús í Norðurfirði.

Iðnaðarmenn þar sem eldhús á að vera.
Iðnaðarmenn þar sem eldhús á að vera.
1 af 2
Verbúð breytt í kaffihús.
Sveitarfélagið Árneshreppur er nú að láta breyta verbúð í kaffihús og matsölustað á Norðurfirði.
Í húsinu verður sem áður aðstaða útibús Sparisjóðs Strandamanna á Norðurfirði sem er í öðrum enda hússins og breytist ekki.
Eins verður áfram aðstaða fyrir lækni með eitt herbergi þegar hann kemur í vitjanir.
Einnig verða tvö herbergi fyrir sjómenn eða aðra útleigu,með aðstöðu til eldunar og setustofu,en sú aðstaða minkar verulega enda hafa sjómönnum fækkað verulega undanfarin ár sem landa á Norðurfirði og leigja þar herbergi.
Hinn nýi veitingasalur snír að höfninni eða til sjávar og verður fallegt útsýni þaðan,salurin á að taka 40 manns í sæti,þar verður mjög góð eldunaraðstaða,stórt og mikið eldhús með öllum nútíma þægindum,ásamt snyrtingum og fleyru.
Að sögn Oddnýar S Þórðardóttur oddvita hreppssins verður stefnt að því að opna kaffstofuna í júní næstkomandi og einnig verður auglýst fljótlega eftir reksraraðilum til að reka kaffihúsið á sumrin og eftir þörfum utan háannatíma.Ekki er komið ákveðið nafn á kaffihúsið en margir eru farnir að kalla það Kaffihús Norðurfjarðar.
Nú undanfarið hafa iðnaðarmenn verið að vinna á fullu við breytingarnar á verbúðinni,enn yfirsmiður er Páll Pálson sem ættaður er héðan úr sveit.

Athugasemdir

Atburðir

« 2021 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Úr myndasafni

  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Séð yfir Norðurfjörð.
  • Krossnes séð úr urðunum 15-03-2005.
  • Norðurfjarðabæjirnir og Steinstún 10-03-2008.
  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
Vefumsjón