Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 25. febrúar 2009 Prenta

Katla Kjartansdóttir í forval hjá VG.

Katla Kjartansdóttir verkefnisstjóri hjá HÍ.
Katla Kjartansdóttir verkefnisstjóri hjá HÍ.

Fréttatilkynning:
Katla Kjartansdóttir verkefnastjóri við Háskóla Íslands hefur ákveðið að sækjast eftir 3.-6. sæti í forvali VG í Norðvesturkjördæmi vegna alþingiskosninga 2009. Katla er með BA próf í íslensku og þjóðfræði frá Háskóla Íslands og mastersgráðu í þjóðernisfræðum frá Háskólanum í Edinborg.

Hún er stofnfélagi í svæðisfélagi VG á Ströndum þar sem hún er nú búsett ásamt manni sínum og 2 börnum. Katla er 33 ára.

"Ég gef kost á mér vegna þess að ég vil taka þátt í að móta samfélag sem ég get verið stolt af og ánægð með að tilheyra. Það samfélag sem ég vil sjá rísa hér upp úr þeirri öskustó sem við okkur blasir nú, er samfélag sem leggur áherslu á jöfnuð, samfélag sem stendur vörð um náttúruna og samfélag sem telur skapandi hugsun til verðmæta.

Þar fyrir utan finnst mér líka mikilvægt að ungt fólk, og þá sérstaklega ungar konur, komi að því mótunarstarfi sem framundan er. Vissulega hafa margar góðar konur styrkt íslenskt stjórnmálalíf og nefni ég sérstaklega þær Katrínu Jakobsdóttur núverandi menntamálaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur og Guðfríði Lilju Grétarsdóttur úr röðum Vinstri Grænna. Ég fer þó ekki ofan af því að hlut kvenna þarf að efla enn frekar. Fyrir unga fólkið sem nú er að alast upp eru fyrirmyndir af þessu tagi mjög mikilvægar svo auka megi þá trú að allir hafi hér jafnan rétt til áhrifa burtséð frá kyni, stétt eða stöðu.

Þar sem ég flutti nýverið hingað á Strandir er staða landsbyggðarinnar mér einnig ofarlega í huga. Ég tel mikinn hag í því að hugsað sé um landið sem heild í þeirri uppbyggingu sem framundan er. Búseta á landsbyggðinnni hefur nú þegar marga góða kosti en betur má ef duga skal. Til þess að blómlegar byggðir geti þrifist er ljóst að efla þarf til muna bæði vega- og fjarskiptakerfi landsins - ekki hvað síst hér á á norðvesturhorninu. Einnig þarf að skapa forsendur fyrir fjölbreytt menningar- og atvinnulíf, efla þarf heilbrigðisþjónustuna og nauðsynlegt er að allir landsmenn hafi kost á góðri menntun - burtséð frá því hvar þeir hafi kosið að búa sér heimili."

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Reimar Vilmundarson skipstjóri.!8-04-2008.
  • Unnið við klæðningu á milli sperra.08-11-08.
  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
Vefumsjón