Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 14. september 2012 Prenta

Kjarnafjölskyldur í Árneshreppi.

Árneskirkja hin eldri. Í Árneshreppi búa nú fleiri kjarnafjölskyldur en fyrir 12 árum.
Árneskirkja hin eldri. Í Árneshreppi búa nú fleiri kjarnafjölskyldur en fyrir 12 árum.

Bæjarins besta.
Kjarnafjölskyldum á Vestfjörðum hefur fækkað ört undanfarin ár í nær öllum sveitarfélögum fjórðungsins. Árið 2000 voru 1.035 kjarnafjölskyldur búsettar í Ísafjarðarbæ, en þann 1. janúar 2012 voru þær 933. Á síðasta ári voru 967 kjarnafjölskyldur í Ísafjarðarbæ, og því hefur fækkað um 34 fjölskyldur á milli ára, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í Bolungarvík hefur kjarnafjölskyldum einnig fækkað á milli ára, en árið 2000 voru 244 kjarnafjölskyldur í bænum en nú eru þær 227. Í Vesturbyggð hefur fækkunin verið örari en í Bolungarvík, en árið 2000 bjuggu 281 kjarnafjölskylda í Vesturbyggð en nú eru þær 209.
Eina sveitarfélagið á Vestfjörðum sem inniheldur fleiri kjarnafjölskyldur nú en fyrir tólf árum er Árneshreppur á Ströndum, en nú eru 13 kjarnafjölskyldur í hreppnum en þær voru 11 árið 2000. Í Strandabyggð er einnig fjölgun, en frá því að sveitarfélögin Broddaneshreppur og Hólmavíkurhreppur voru sameinaðir árið 2006 hefur kjarnafjölskyldum fjölgað í sveitarfélaginu, en þær eru 125 miðað við 118 árið 2007. Nánar á bb.is.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík og Stóra-Ávík.Séð af Reykjaneshyrnu.Mynd Jóhann.
  • Edda við að mála í svefnherbergisálmu.23-04-2009.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 10-01-2004.
  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
Vefumsjón