Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 22. júlí 2014 Prenta

Könnun á viðhorfum íbúa á Vestfjörðum, 2013.

Drangaskörð.
Drangaskörð.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða (Atvest) hefur nú birt niðurstöður viðhorfskönnunar sem tekin var á meðal íbúa á Vestfjörðum síðla árs 2013. Könnunin var unnin fyrir Fjórðungssamband Vestfirðinga með tilstyrk Sóknaráætlunar landshluta. Almennt er niðurstaða könnunarinnar að íbúar á Vestfjörðum hafa jákvætt viðhorf til sinna samfélaga, náttúru og atvinnulífs, en eru ósáttir við hæga uppbyggingu innviða. Ætlun er að gera sambærilegar kannanir með reglubundnum hætti sem lið í eftirfylgni með byggðaþróun á Vestfjörðum. Send var netkönnun á netföng 486 manns á öllum Vestfjörðum, 18 ára og eldri, valdir úr gagnagrunni Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Markmið með íbúakönnuninni var að kanna hagi og afstöðu í búa til ýmissa þátta sem geta haft áhrif á Vestfirska hagkerfið. Samhliða íbúakönnuninni var unnið að greiningum á atvinnulífi og öðrum hagrænum þáttum. Í vinnunni hafa komið fram vísbendingar um að Vestfirskt atvinnulíf hafi átt undir högg að sækja á undanförnum árum en horfir nú til bjartari tíma. Með þessari greiningarvinnu er vonin sú að það til verði aukin þekking á aðstæðum í samfélagi og atvinnulífi á Vestfjörðum sem leiði til nákvæmari og upplýstari umræðu, jafnframt er niðurstöðurnar mikilvægt innlegg inn í umræður og vinnu við að skilgreina lausnir við þann byggðavanda sem hefur verið viðvarandi á svæðinu.

Úrtakið var 486 netföng í öllum sveitarfélögum og byggðarkjörnum innan Vestfjarða. Netföngum var safnað í gegnum vefleik sem haldin var vorið 2014, þar sem Vestfirðingum var gefin kostur á að skrá netfangið sitt í gagnagrunnin og voru dregin út verðlaun að leik loknum. Til viðbótar leiknum var hringt handahófskennt í einstaklinga í byggðarkjörnum sem ekki náðu tilskyldum fjölda netfanga.

Niðurstöður þátttöku voru eftirfarandi: • Fjöldi svarenda var 332 eða 68% sem telst afar gott hlutfall. • Heimildir Hagstofu Íslands um meðalmannfjölda á Vestfjörðum eftir kyni og aldri 1998-2013 - sveitarfélagaskipan 1. janúar 2014 eru eftirfarandi; 69% búsettir á N-Vestfjörðum, um tæplega 18% S-Vestfjörðum og 13,5% á Strandasýslu og Reykhólahreppi. Því er svörun N-Vestfjarða og Strandasýslu og Reykhólahrepps í hlutfalli við íbúafjölda svæðis. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru sem hér segir: • Flestir þátttakendur voru fæddir á árunum milli 1960-1979 og flestir þeirra búsettir á N-Vestfjörðum. • Langflestir þátttakendur töldu ólíklegt að flytjast búferlum á næstu tveimur árum. • Hærra hlutfall kvenna hefur lokið háskólamenntun. • Langflestir sem tóku þátt í könnunni eru launþegar eða um 65%. • Flestir á sunnanverðum Vestfjörðum eru frekar ánægðir með möguleika til eigin rekstrar. • Flestir á norðanverðum Vestfjörðum telja almennt öryggi vera mjög gott. • Mjög hátt hlutfall frá sunnanverðum Vestfjörðum eða um 80% eru ánægðir með nálægð við fjölbreytta náttúru. • Rúm 45% á norðanverðum Vestfjörðum eru mjög ánægðir með menningarlíf en rúm 51% frekar ánægðir á sunnanverðum Vestfjörðum. • Þátttakendur sunnanverðum Vestfjörðum eru mjög óánægðir með vegakerfið eða rúm 62%. • Ánægja er mest með greiða umferð á norðanverðum Vestfjörðum. • Meirihluti þátttakenda Strandasýslu og Reykhólahrepps eru ánægðir með gæði heilsugæslu/sjúkrastofnanna. • Þátttakendur á norðanverðum Vestfjörðum eru ánægðari með farsímaþjónustu en önnur svæði • Þátttakendur á sunnanverðum Vestfjörðum eru ánægðari með netsamband en önnur svæði. • Umtalsverður munur er milli kynja í heildartekjum eða allt að 60%.
 Könnunina má finna í heild sinni hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Gunnar Njálsson-Gestur Sveinbjörnsson og Áslaug Guðmundsdóttir.
  • Þessi eining komin á sinn stað.27-10-08.
Vefumsjón