Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 11. maí 2009
Prenta
Kristín Sigurrós stýrir Hamingjudögum.
Sveitarfélagið Strandabyggð hefur gengið frá ráðningu Kristínar S. Einarsdóttur sem framkvæmdastjóra fyrir bæjarhátíðina Hamingjudagar á Hólmavík sem haldin verður 3.-5. júlí í sumar í fimmta skipti. Í viðtali við strandir.is sagðist Kristín búast við að hátíðin yrði með hefðbundnu sniði í sumar, en þó yrði líklega lagt meira upp úr framlagi heimamanna og minna um aðkeypt skemmtiatriði. Þá væri öruggt að hátíðin yrði glæsileg að venju. Óvíst væri hins vegar hvort lagt yrði út í lagakeppni að þessu sinni, en það skýrist væntanlega á næstunni.
Þetta kemur fram á
www.strandir.is
Þetta kemur fram á
www.strandir.is