Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 19. júlí 2014 Prenta

Krossnessundlaug 60.ára.

Krossnessundlaug er mjög vinsæl af ferðamönnum.
Krossnessundlaug er mjög vinsæl af ferðamönnum.

Sundlaugin á Krossnesi í Árneshreppi er með vinsælli sundlaugum landsins. Í dag verður haldið upp á 60.ára afmæli laugarinnar með veglegri dagskrá. Laugin er eitt aðal aðdráttarafl sveitarinnar. Nánast allir sem koma í Árneshrepp demba sér í laugin. Það koma útlendingar eingöngu til að fara í laugina og svo fara þeir aftur. Ungmennafélagið og Árneshreppur stóðu fyrir byggingu laugarinnar árið 1954 og heita vatnið færi laugin úr landi Krossness.

Krossnessundlaug liggur í fjöruborðinu í svonefndri Laugavík. Aðsókn í laugina hefur stóraukist síðustu ár. Í júlí í fyrra komu hátt í 4.000 manns í laugina. Dagskráin í dag hefst kl. 14 með því að flautað verður til leika með þokulúðrum og svo hefjast nýstárlegar sundkeppnir eins og hanaslagur með svamppulsum, furðusundkeppni og vatnsbombukeppni. Hér er feisbóksíða sundlaugarinnar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Saumaklúbbur á Bergistanga 15-01-2011.
  • Norðurfjörður I -2002.
  • Kistuvogur þar sem galdrabrennur fóru fram.28-06-2003.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Frá Ófeigsfirði.Mynd Jóhann
  • Smábátahöfnin á Norðurfirði.10-09-2010.
Vefumsjón