Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 9. júní 2011 Prenta

Kuldaboli-Snjór og Slydda.

Fjallið Örkin sem er 634 m að hæð.Snjór náði niður að Gíslabala sem er við fjallsrætur Arkarinnar í morgun.
Fjallið Örkin sem er 634 m að hæð.Snjór náði niður að Gíslabala sem er við fjallsrætur Arkarinnar í morgun.
Það hefur verið kalt í veðri sem af er júní hiti frá 0 stigum og rétt komist í 10 stig við bestu skilyrði þegar léttskýjað hefur verið og sólin hefur fengið að njóta sín.

Á veðurstöðinni í Litlu-Ávík þegar veðurathugunarmaður fór út fyrir fyrir sex í morgun að lesa af mælum var 2,4 stiga hiti og snjóél að ganga yfir,og snjór náði niður að Gíslabala sem var smá hjáleiga í Litla-Ávíkurlandi sem stendur við fjallsrætur Arkarinnar.Síðan hefur verið slydda með köflum,en virðist vera að snúa sér í éljagang aftur.

Minnstur hiti sem af er júní á veðurstöðinni í Litlu-Ávík mældist að morgni 7.júní O,2 stig.


Annars er veðurspáin þessi frá Veðurstofu Íslands fyrir Strandir og Norðurland vestrai:

Vaxandi norðanátt, 10-15 og dálítil rigning eða slydda síðdegis, en snjókoma eða slydda í kvöld. Lægir í fyrramálið, en aftur vaxandi norðaustanátt síðdegis og rigning með köflum. Hiti 1 til 5 stig en 4 til 10 stig á morgun.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Smiðir  vinna að undirbúngi á þaki 11-11-08.
  • Höfnin í Norðurfirði 16-03-2005.
  • Íshrafl í Hvalvík 13-03-2005.
Vefumsjón