Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 13. janúar 2021 Prenta

Kveðja frá Átthagafélagi Strandamanna.

Drangaskörð.
Drangaskörð.

Á þessum fordæmalausu tímum óska

stjórn og skemmtinefnd Átthagafélags Strandamanna

félagsmönnum farsældar á nýju ári og þakka samstarfið á liðnum árum.

Pistill frá formanni

Ég vil óska öllum félögum okkar í Átthagafélagi Strandamanna og öðrum gleðilegs árs og von um mun betri tíma en síðasta ár var. Þökkum við liðin ár. Við skulum ekki gefa eftir þó að svona veirur komi en sækja frekar fram. Strandamenn hafa liðið mörg erfið ár um aldir og geta og kunna að taka því með æðruleysi og  eflast við hverja raun.

Nú hefur síðasta ár liðið  hjá með sínum takmörkunum sem fylgdu covid 19 og það mun gæta þeirrar veiru  fram eftir þessu ári.

Nú er ljóst að ekki verður þorrablót hjá félaginu í ár  en við stefnum á aðalfund og kaffidag 9. maí  ef  sprautur fyrir veirunni og  allt fer þannig sem við vonum að hjarðónæmi verði náð í tíma.

Nú síðasta ár varð nánast fall á öllu okkar starfi en þó náðum við Þorrablótinu en svo stoppaði allt  enginn kaffidagur og ekki hefur náðst að halda aðalfund.  Kórinn hefur ekkert getað starfað á þessum sama tíma  en Strandapósturinn  kom út á réttum tíma og hefur gengið vel. Þá var Strandasel bústaðurinn okkar vel nýttur. Haustferðin sem átti að fara í september féll niður en það er á döfinni að halda því opnu að fara ferðina og verður hún þá auglýst sérstaklega og fólk verði þá að skrá sig upp á nýtt.

Félagsgjöldin fóru mjög seint út eða núna í janúar og biðjum við ykkur afsökunar á því. Þegar ástandið er eins og það hefur verið, hefur allt hægt á sér. Félagið mun bara koma af krafti inn þegar  það er fært  að koma saman og eins og ég hef sagt þá er stefnt á Kaffidaginn 9. maí og aðalfundi  fyrir bæði árin og nú er vinna hjá ritnefnd í Strandapóstinum á fullu og er stefnt að útgáfu hans í  mars apríl.  

Með kveðju  Jón Ólafur Vilhjálmsson  formaður.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Klætt þak 11-11-08.
  • Borgarís útaf Ávíkinni 07-04-2004.
  • Hafís útaf Reykjanesi.
  • Inni lokað loftrúm.12-11-08.
  • Steinstún-2002.
Vefumsjón