Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 29. mars 2017 Prenta

Kynning á drögum að aðalskipulagsbreytingu vegna Hvalárvirkjunar.

Vatnamælingahús við Hvalá. Mynd Vesturverk.
Vatnamælingahús við Hvalá. Mynd Vesturverk.
1 af 2

Unnið er að breytingu á Aðalskipulagi Árneshrepps 2005-2025 vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði. Drög að skipulagsbreytingu verða til sýnis í Kaupfélagshúsinu í Norðurfirði þann 6. apríl n.k. á milli kl. 20 – 21 en þar verður spurningum svarað og tekið við ábendingum. Í framhaldinu verða drögin til sýnis í Kaupfélaginu í Norðurfirði á opnunartíma þess, frá kl. 11 til 15 fram til 18. apríl, og aðgengileg á heimasíðu hreppsins, www.arneshreppur.is.

Skipulags- og matslýsing fyrir verkefnið var auglýst í desember 2016. Þar er gert ráð fyrir að gildandi aðalskipulagi verði breytt og nýtt deiliskipulag unnið fyrir Hvalárvirkjun. Ákveðið hefur verið að fresta meginhluta breytinganna sem kynnt eru í lýsingunni og gera aðeins þær breytingar sem þarf til að hægt verði að ljúka við nauðsynlegar rannsóknir vegna hönnunar virkjunarinnar. Deiliskipulag fyrir sömu þætti verður unnið samhliða gerð aðalskipulagsbreytingarinnar. Að rannsóknum loknum verður lokið við skipulagsgerð fyrir Hvalárvirkjun í samræmi við auglýsta skipulags- og matslýsingu.

Hverjum þeim sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að kynna sér drögin og gera athugasemdir við þau. Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast á skrifstofu Árneshrepps í Norðurfirði, 524 Árneshreppi eða á netfangið arneshreppur@arneshreppur.is eigi síðar en 18. apríl 2017.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Söngur.
  • Jón Guðbjörn Guðjónsson 60. ára
  • Söngur.
  • Gunnsteinn Gíslason og Ólafur Thorarensen.
  • Maddý-Sirrý og Selma.
Vefumsjón