Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 2. mars 2010 Prenta

Landsnet hefur nú tekið yfir alla stýringu 66 kV kerfis á Vestfjörðum.

Orkubú Vestjfarða á Hólmavík.
Orkubú Vestjfarða á Hólmavík.

Landsnet hefur haft þá stefnu að stjórna öllu sýnu kerfi út frá sinni stjórnstöð í Reykjavík og er þessi breyting liður í þeirri stefnu.  Sú skoðun hefur verið innan Orkubús Vestfjarða  að þessi stýring og gæsla ætti að vera áfram innan fyrirtækisins,þar sem henni hefur verið sinnt áfallalaust,en skilningur er þó á þessari ákvörðun Landsnets og þar tekið tillit til ábendinga OV.

Frá stofnun Orkubús Vestfjarða, hefur það stjórnað öllu raforkukerfi  á vestfjörðum frá 66 kV spennu og allt niður í lágspennu.  Árið 1987 var aðveitustöð í Stóruurð gerð fjarstýranleg og í dag er allt flutningskerfið fjarstýranlegt.


Landsnet var stofnað 2004 á grundvelli nýrra raforkulaga.Í kjölfarið lagði Orkubúið allt 66 kV flutningskerfi sitt,sem þá var,inn í Landsnet í staðinn fyrir eignarhlut í hinu nýstofnaða fyrirtæki.

Frá  1.janúar 2005 hefur verið í gildi samningur milli fyrirtækjanna,þar sem Orkubúið tekur að sér stýringu og gæslu 66 kV kerfis Landsnets á vestfjörðum.Gildistími þessa samnings lauk nú í morgun.

Samstarf Orkubús Vestfjarða og Landsnets hefur alla tíð verið mjög gott og er það von okkar að þessi breyting muni á allan hátt ganga vel,rafmagnsnotendum á vestfjörðum til heilla.
Segir í fréttatilkynningu á vef Orkubús Vestfjarða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Hilmar Hjartarson tók á móti gestum með harmonikkuleik.
  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
  • Úr Sætrakleyf eftir mokstur.Kristján á ýtunni varð að byrja uppá klettabeltinu til að byrja að moka þar niðrá veg.07-04-2009.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
Vefumsjón