Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. nóvember 2013 Prenta

Lay Low á Mölinni.

Lay Low.
Lay Low.
1 af 2
Sunnudagskvöldið 24. nóvember næstkomandi mun Lay Low  koma fram í tónleikaröðinni Mölinni á Drangsnesi. Lay Low
þarf vart að kynna fyrir fólki enda hefur hún fyrir löngu síðan vakið landsathygli fyrir einstaka hæfileika sína,
frábærar lagasmíðar, þróttmikinn hljóðfæraleik og silkimjúka söngrödd. Lay Low gaf á dögunum út sína fjórðu breiðskífu sem ber heitið "Talking About the Weather". Á nýju plötunni svífur andi sveitarinnar yfir,en Lovísa fluttist nýverið frá borginni suður
á land þar sem hún hafði áður búið. Heimkoman í sveitina,friðurinn og kyrrðin,æskan og sjálfstæðisbarátta listakonunnar urðu því nokkuð óvænt yrkisefni plötunnar þar sem áður ótroðnar slóðir eru fetaðar.

 Á tónleikunum á Drangsnesi mun Lay Low njóta fulltingins gítarleikarans Birkis Hrafns Gíslasonar og munu þau flytja lög af nýju plötunni í bland við eldra efni. Tónleikarnir fara fram á veitingahúsinu Malarkaffi. Húsið opnar kl.20:00 og venju samkvæmt mun Borko hefja leikinn um hálftíma síðar. Miðaverð er 2000 kr

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Október »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Storð í Trékyllisvík-06-07-2004.
  • Frændurnir Gunnar Njálsson og Valgeir Eyjólfsson.
Vefumsjón