Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. febrúar 2009 Prenta

Leiðangursstyrkur 66°Norður .

Fréttatilkynning frá Landsbjörgu.
66°Norður hefur í áraraðir verið leiðandi framleiðandi útivistarfatnaðar og í ljósi þess leita margir til fyrirtækisins að leiðangursstyrkjum. 66°Norður hefur styrkt marga góða leiðangra á síðustu árum og má þar t.d. nefna göngu Mörtu Guðmundsdóttur yfir Grænlandsjökul til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands, göngu Leifs Arnars Svavarssonar Cho Oyu og göngu „Fimm tinda" á hæsta fjall hvers landshluta til styrktar Sjónarhóli.

66°Norður hefur nú ákveðið að veita árlega tvo leiðangursstyrki til einstaklinga eða hópa að andvirði 500.000 kr. hvor. Styrkirnir fela bæði í sér fatnað fyrir leiðangurinn og peningastyrk að upphæð allt að 200.000 kr.

Styrkirnir eru tvískiptir annars vegar er veittur styrkur fyrir leiðangra sem eru farnir til stuðnings góðs málefnis og vinna að því að kynna eða safna pening fyrir málefið. Hins vegar veittur styrkur til krefjandi leiðangra á nýjar slóðir.

Umsóknarfrestur fyrir styrki til stuðnings góðs málefnis er
1. mars ár hvert og tilkynnt hver niðurstaða valnefndar er 8. mars. Umsóknarfrestur fyrir krefjandi leiðangra er 1. nóvember og tilkynnt verður 10. nóvember hvaða leiðangur hlýtur styrkinn.

Valnefnd skipuð fulltrúum frá Ísalp, Landsbjörgu, Ferðafélagi Íslands, Útivist, Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum og Bandalagi íslenskra skáta ásamt fulltrúa frá 66°Norður mun fara yfir allar umsóknir og velja þá leiðangra sem þykja skara fram úr hverju sinni.

Að þessu sinni sytja í valnefndinni Freyr Ingi Björnsson frá ÍSALP, Jón Ingi Sigvaldason frá SL, Páll Guðmundsson frá FÍ,Skúli H. Skúlason frá FÚ, Margrét Tómasóttir frá BÍS, Einar Torfi Finnsson frá ÍFLM og Helga Viðarsdóttir frá 66°Norður.

Það er von 66°Norður að leiðangursstyrkirnir eiga eftir að koma að góðum notum og stuðli að áframhaldandi vexti útivistar á Íslandi.
Hér má smella á slóðina um umsóknarstyrk.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Herðubreið í miklum hafís útaf Reykjaneshyrnu.
  • Allar stærri sperrur komnar á sinn stað.29-10-08.
  • Unnið við sperrur.29-10-08.
Vefumsjón