Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 20. júlí 2008
Prenta
Ljósmyndasýning í Kaffi Norðurfirði.
Ljósmyndasýning Hrafns Jökulssonar í Kaffi Norðurfirði.
Hrafn opnaði ljósmyndasýningu í gær í Kaffi Norðurfirði,myndirnar eru flestar af fólki og mannlífi hér í Árneshreppi og voru teknar síðastliðin vetur og fram til dagsins í dag.
Myndirnar eru allar mjög vel unnar,flestar í stærðunum A 4 og innrammaðar í viðarramma,myndirnar eru einnig til sölu.
Þetta mun vera fyrsta ljósmyndasýning sem sett er upp í Kaffi Norðurfirði.