Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. mars 2017 Prenta

Lögreglan eignast þrjú hjartastuðtæki.

Karl, Hólmfríður, Tinna Hrund og Steinunn Guðný.
Karl, Hólmfríður, Tinna Hrund og Steinunn Guðný.

Þann 27. febrúar eignaðist lögreglan á Vestfjörðum þrjú hjartastuðtæki. Það voru þrír fulltrúar verkefnisins Stöndum saman Vestfirðir sem komu færandi hendi og afhentu tækin. Stöndum saman Vestfirðir vildu auka öryggi íbúa Vestfjarða og þeirra gesta sem um umdæmið fara með því að standa fyrir fjáröflun til að kaupa þessi þrjú tæki. Fyrir átti lögreglan á Vestfjörðum þrjú slík tæki, eitt á Patreksfirði, annað á Hólmavík og það þriðja á Ísafirði. Með tilkomu þessarar viðbótar munu hjartastuðtæki vera til staðar í öllum lögreglubifreiðum í umdæminu, sem eru tvær á hverri starfsstöð.

Það var lögreglustjórinn á Vestfjörðum, Karl Ingi Vilbergsson, sem veitti þessum gjöfum viðtöku. Lögreglan á Vestfjörðum þakkar Stöndum saman Vestfirðir og öllum þeim sem lögðu verkefninu lið. Á myndinni er Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjórinn á Vestfjörðum og fulltrúar Stöndum saman Vestfirðir, þær Hólmfríður Bóasdóttir, Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg og Steinunn Guðný Einarsdóttir.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Kort Árneshreppur.
  • Kristín í eldhúsinu.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
Vefumsjón