Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 4. nóvember 2011 Prenta

Loks flogið í dag.

Flugvél frá Mýflugi kom áætlunarferðina í dag.
Flugvél frá Mýflugi kom áætlunarferðina í dag.

Það tókst loks að fljúga til Gjögurs í dag þegar létti til þokunni nokkru eftir hádegið. Flugfélagið Ernir fengu leiguflugvél frá Mýflugi á Akureyri til að fara áætlunarferðina. Flugvélin fór frá Akureyri til Reykjavíkur fyrst og tók þar póst og vörur og síðan til Gjögurs,kom þangað rúmlega fimm tók síðan póst og frakt á Gjögri og fór síðan austur til Akureyrar þar sem póstur og frakt fer suður með Flugleiðum. Ekki var vanþörf á að fá vörurnar í útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði því þar var mjólk þrotin og farið að bera á öðrum vöruskorti.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:25-04-2009.
  • Gengið út fyrir Björg á leið í Ófeigsfjörð.
Vefumsjón