Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 26. apríl 2009 Prenta

Málþing á Bíldudal 5 maí.

Þriðjudaginn 5. maí  nk. kl. 17:00 til 20.00  verður málþing „Sókn í eflingu atvinnulífs á suðursvæði Vestfjarða". Það eru Atvinnumálanefndir Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps sem boðar til þingsins sem haldið verður í Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal. Þangað eru boðaðir fulltrúar starfandi fyrirtækja og fulltrúar lögbýla á suðursvæðinu. Fyrr í haust var gerð könnun meðal þeirra í Vesturbyggð og verða niðurstöður hennar m.a. kynntar á þinginu.

 

Málþingið er öllum opið.

 

Dagskrá:

 

 1. Mikilvæg verkefni fyrir atvinnuuppbyggingu á suðursvæði Vestfjarða.

Skjöldur Pálmason formaður stjórnar Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

 

 1. Niðurstöður atvinnulífskönnunar í Vesturbyggð.

Shiran Þórisson hjá Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða, kynnir niðurstöður könnunar sem gerð var meðal fyrirtækja í sveitarfélaginu og unnin var á vegum Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða.

 

 1. Hver er sérstaða atvinnulífs á Vestfjörðum - Sérstaða Vestfjarða

Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða  

 

 1. Möguleikar skapandi samfélags

Njörður Sigurjónsson lektor við Háskólann á Bifröst.

 

 1. Byggðaáætlun 2010 - 2013.

Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfjarða

 

 1. Efnahagsleg endurreisn á Vestfjörðum

Nýkjörinn fyrsti þingmaður NV - kjördæmis

 

 1. Rannsókna- og nýsköpunarsjóður á suðursvæði Vestfjarða

Úthlutunarreglur kynntar af  fulltrúa stjórnar sjóðsins

 

Að loknum erindum verða umræður um atvinnumál á suðursvæði Vestfjarða, stöðu þeirra möguleika og framtíð.

 

 1. Kalkþörungaverksmiðjan á Bíldudal heimsótt.

Guðmundur Valgeir Magnússon kynnir starfsemi Kalkþörungaverksmiðjuna á Bíldudal. Jörundur Garðarsson kynnir nýtt fyrirtæki Hafkalk ehf.

 

Þinginu stjórnar  sveitarstjóri Tálknafjarðarhrepps.

Við væntum þess að sem flestir sjái sér fært að koma og taka þátt í umræðunni. 

 

Bestu kveðjur,  Atvinnumálanefndir Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

 • Drangavík 18-04-2008.
 • Kistuvogur þar sem galdrabrennur fóru fram.28-06-2003.
 • Sirrý og Siggi.
Vefumsjón