Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 10. nóvember 2008 Prenta

Málþing og Húmor á Hólmavík.

Caffi Riis.Mynd Strandir.is
Caffi Riis.Mynd Strandir.is

Húmorsþing Þjóðfræðistofu -14. og 15. nóvember 2008

Þjóðfræðistofa, í samstarfi við Háskóla Íslands, stendur fyrir málþingi um

húmor sem fræðilegt viðfangsefni. Á málþinginu, sem haldið verður á

Hólmavík, munu bæði innlendir sem erlendir fræðimenn og gamanleikarar stíga

á stokk. Varpað verður ljósi á nýjustu rannsóknir á húmor og hlutverk þess

t.d. í munnlegri hefð, fjölmiðlum, söfnum og í samskiptum fólks a óliku

þjóðerni. Fram koma meðal annarra Þorsteinn Guðmundsson gamanleikari og

rithöfundur og Elliott Oring prófessor við Kaliforníuháskóla. Rætt verður um

hin ýmsu form húmors, svo sem brandara, uppistand, satírur og kaldhæðni

ásamt margvíslegri iðkun þeirra í daglegu lífi. Þá verður boðið til veislu

og skemmtunar en á boðstólum verða m.a. gamanmál, glens, skens og hvers

kyns fyndni. Auk þess verða móttökur á ljósmynda- og skopteikningasýningu og

efnt verður til brandarakeppni.

Áhugasamir hafi samband í netfangið www.icef.is.

Á meðal þátttakenda eru:

Elliott Oring, California State University

Kristinn Schram, Þjóðfræðistofu

Kristín Einarsdóttir, Háskóli Íslands

Kolbeinn Proppé, Fréttablaðið

Jón Jónsson, Sögusmiðjan

Sigurjón Baldur Hafsteinsson, Safnahúsið á Húsavík

Enn má senda inn tillögur að fyrirlestrum (og góða brandara) í www.icef.is.


Gisting á Hólmavík og nágrenni

Ferðaþjónustan Kirkjuból: S: 451 3474

Gistiheimilið Borgabraut, Hólmavík 4: S: 451 3136

Malargisting, Drangsnesi: S: 451 3238

Hótel Laugarhóll, Bjarnarfirði: S: 451 3380 -

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
  • Jakar útaf Litlu-Ávík togari á leið vestur.
  • Oddný Þórðardóttir,oddviti Árneshrepps á skrifstofu sinni.Oddviti Árneshrepps frá 2006 til 2014.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • Borgarísjaki V við Reykjaneshyrnu 26-08-2018.
Vefumsjón