Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 2. október 2010 Prenta

Margir sameiningarkostir sveitarfélaga á Vestfjörðum.

Frá Árneshreppi.Mynd Jóhann Kristjánsson.
Frá Árneshreppi.Mynd Jóhann Kristjánsson.
Gefið hefur verið út umræðuskjal starfshóps sem kannað hefur sameiningakosti sveitarfélaga í öllum landshlutum.
Í skjalinu er sett fram fyrstu hugmyndir um sameiningakosti og var það kynnt í vinnuhópi á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem er nú nýlokið.
Á Vestfjörðum eru settir fram nokkrir kostir: Öll sveitarfélögin saman; Ísafjarðarbær, Bolungarvík og Súðavíkurhreppur sameinist annars vegar og hins vegar Reykhólahreppur, Vesturbyggð, Tálknafjarðarhreppur, Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Strandabyggð. Einnig er varpað fram öðrum kostum meðal annars að þrjú sveitarfélög sameinist í aðra landshluta.
Ögmundur Jónasson samgöngu-og svetarstjórnarráðherra sagði í ræðu sinni á þingi Sambands íslenskra sveitarfélaga,að hann væri fylgjandi að sveitarfélög sameinuðust enn ekki með fyrirmælum að ofan,viljinn til að sameinast verði að koma frá íbúunum sjálfum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Fjarskiptastöð Símans við Reykjaneshyrnu.
  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Mundi fygist með yfir smiðnum hækjulausum upp á þaki 11-11-08.
  • Veggir feldir 19-06-2008.
  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
Vefumsjón