Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 3. júlí 2015 Prenta

Matsáætlun Hvalárvirkjunar auglýst.

Fossinn Drynjandi í Hvalárgljúfri (mynd Gunnar G. Magnússon)
Fossinn Drynjandi í Hvalárgljúfri (mynd Gunnar G. Magnússon)
Skipulagsstofnun hefur auglýst tillögu að matsáætlun Hvalárvirkjunar í Ófeigsfirði á Ströndum. Það er Vesturverk ehf. á Ísafirði sem áformar að reisa virkjunina. Gerð verða þrjú miðlunarlón á Ófeigsfjarðarheiði. Árnar Hvalá, Rjúkandaá og Eyvindarfjarðará verða leiddar í aðrennslisgöngum að stöðvarhúsi sem byggt verður neðanjarðar. Frárennslisgöng virkjunarinnar opnast rétt ofan ósa Hvalár. Heildarfall verður um 315 metrar og heildarorkugeta Hvalárvirkjunar er áætluð um 320 GWh/a og afl hennar er áætlað 55 MW.

Helstu mannvirki eru stöðvarhús, lón, stíflur, jarðgöng, gangamunnar og skurðir. Þá verða gerðir aðkomuvegir og eldri vegir styrktir auk þess sem gerð verður hafnaraðstaða. Framkvæmdin er háð mati á umhverfisáhrifum og er stefnt að því að ljúka mati á umhverfisáhrifum snemma árs 2016, þannig að verkhönnun og síðan útboðsgagnagerð geti hafist í framhaldi.

Í tillögu að matsáætlun er greint frá forsögu framkvæmda og helstu staðháttum lýst. Gerð er grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og hvernig þær samræmast skipulagi svæðisins. Fjallað er um þá áhrifa- og umhverfisþætti sem áhersla verður lögð á í frummatsskýrslu og um fyrirliggjandi og áformaðar rannsóknir vegna framkvæmdanna. Greint er frá stöðu samráðs og sett fram yfirlit yfir þá aðila sem samráð verður haft við í matsferlinu. Verkís hefur umsjón með gerð tillögu að matsáætlun fyrir Vesturverk.

Frestur til að skila inn athugasemdum er 13. júlí
Matsáætlunin er hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Frá höfninni á Norðurfirði 16-03-2005.
  • Gamla vindmyllan við Karlshús á Gjögri bognaði svona í SV ofsaveðri 14-03-2011.
  • Fyrsta hollið komið út á sjó.
  • Húsið fellt.
Vefumsjón