Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 14. júní 2011 Prenta

Með táning í tölvunni - sprellfjörugur gamanleikur í Trékyllisvík.

Úr leikritinu.
Úr leikritinu.
Leikfélag Hólmavíkur sýnir farsann Með táning í tölvunni eftir Ray Cooney í leikstjórn Arnars S. Jónssonar í félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík 16. júní kl. 20:00. Um er að ræða lokasýningu leikritsins. Miðapantanir í síma 867-3164.
Í leikritinu segir frá Jóni Gunnari Scheving leigubílstjóra í Reykjavík og fjölskyldum hans. Jón Gunnar hefur lifað tvöföldu lífi árum saman, á tvær konur og börn með báðum. Nú er þessum lífsmáta ógnað, þegar börnin hans kynnast á netinu og áforma að hittast. Inn í fjörið fléttast leigjandinn Steingrímur og aldraður faðir hans og úr verður flækja sem vandséð er hvernig getur raknað úr.
Leikarar eru: Árný Huld Haraldsdóttir, Arnór Jónsson, Ingibjörg Emilsdóttir, Sara Jóhannsdóttir, Jónas Gylfason, Steinar Ingi Gunnarsson og Jón Jónsson.
Síðasti möguleiki að sjá þennan geggjaða gamanleik!

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • þá er Hrafn búin að taka fystu skóflustúnguna.Guðmundur og Guðbjörg fylgjast með.22-08-08.
  • Brot úr jaka í fjörinni.18-12-2010.
  • Togari á vesturleið í hafís.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
Vefumsjón