Fleiri fréttir

| mánudagurinn 15. júní 2009 Prenta

Meistarar af öllum stærðum í Djúpavík

Meistarar. Róbert og Helgi Ólafsson glíma í Djúpavík 2008. Skákinni lauk með jafntefli eftir miklar sviptingar.
Meistarar. Róbert og Helgi Ólafsson glíma í Djúpavík 2008. Skákinni lauk með jafntefli eftir miklar sviptingar.
1 af 2
Fjöldi skákmanna hefur skráð sig til leiks á Minningarmóti Guðmundar Jónssonar frá Stóru-Ávík, sem fram fer í Djúpavík á laugardaginn. Stigahæstur er Jóhann Hjartarson, en af öðrum meisturum má nefna Henrik Danielsen, Þröst Þórhallsson, Róbert Lagerman, Gylfa Þórhallsson, Björn Þorfinnsson, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og Gunnar Björnsson, nýkjörinn forseta Skáksambands Íslands.

Þá er og útlit fyrir góða þátttöku heimamanna og eru skákmenn á öllum aldri hvattir til að vera með. Vinningar eru veittir í nokkrum flokkum, enda gnægð verðlauna á mótinu, ekki síst fyrir börn.

Á heimasíðu mótsins er hægt að finna allar upplýsingar, en að auki er hægt að hringja þráðbeint í Hrafn Jökulsson (sími 4514026) eða Róbert Lagerman (6969658).

Slóðin á heimasíðuna er: www.skakhatid.blog.is

Þá eru allir Strandamenn og gestir í Árnesherppi hjartanlega velkomnir á setningu skákhátíðar í Árneshreppi, sem fram fer í síldarverksmiðjunni í Djúpavík á föstudagskvöldið klukkan 20.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Sett í steypubílinn.06-09-08.
  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
  • Sigursteinn hifir plötur á þak,á þaki eru-Gulli Hrafn og Íngólfur.
  • Hrafn og Úlfar glaðbeittir á svip.08-11-08.
Vefumsjón