Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 17. mars 2011 Prenta

Menningararfurinn - Rótað í framtíðinni.

Jón Jónsson menningarfulltrúi.
Jón Jónsson menningarfulltrúi.

Fyrirlestur um menningararfinn verður í dag fimmtudaginn 17. mars.Þá mun Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða fjalla um hvernig þjóðmenning og saga hefur með fjölbreyttum hætti verið nýtt við atvinnusköpun á Vestfjörðum. Um leið verður skoðað hvaða áhrif slík notkun á menningararfi svæðisins hefur á ímynd þess út á við og sjálfsmynd íbúanna. Skyggnst verður inn í framtíðina og rætt um möguleika á fjölgun skapandi starfa og frekari uppbyggingu á þessu sviði.
Fyrirlesturinn hefst kl. 17:00 og reikna má með að hann taki um eina klukkustund. Fyrirlesturinn verður í gegnum fjarfundabúnað frá Hólmavík og sendur til Ísafjarðar og Patreksfjarðar.

Fyrirlesturinn er í röð erinda undir heitinu Menningararfurinn, sem Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur fyrir í samstarfi við Fornleifastofnun Íslands, Vestfirði á miðöldum og Minjavörð Vestfjarða.
Nánar á vef frmst.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Frá höfninni á Norðurfirði 16-03-2005.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Búið að setja salerni.01-05-2009.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Tekin grunnur 22-08-08.
Vefumsjón