Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 12. maí 2009 Prenta

Menningarvaka Vestfirðingafélagsins.

Tálknafjörður.Mynd Mats Wibe Lund.
Tálknafjörður.Mynd Mats Wibe Lund.
Fréttatilkynning.
Hin árlega Menningarvaka Vestfirðingafélagsins verður haldinn í félagsheimilinu Gjábakka, Fannborg 8, fimmtudaginn 14. maí og hefst kl. 20.00
Á dagskránni verður m.a.
1. Formaður Guðríður Hannibalsdóttir setur samkomuna.
2. Aðalsteinn Eiríksson, varaformaður minnist Sigríðar Valdemarsdóttur.
3. Söngvararnir Stefán Helgi Stefánsson og Davíð Ólafsson flytja nokkra sumarsmelli við undirleik Helga Hannessonar.
4. Veitingar: Ostar og ávaxtadrykkir ásamt að heitt verður á könnunni.
5. Hin hliðin á Sigríði Valdemarsdóttur - Sigurður H. Magnússon.
6. Fjöldasöngur.
Dagskrárstjóri: Sigurbjörg Björgvinsdóttir
Aðgangseyrir kr. 1.500.- sem rennur óskiptur til Menningarsjóðs vestfirskrar æsku.

Um Vestfirðingafélagið

Vestfirðingafélagið var upphaflega stofnað árið 1940 sem átthagafélag fyrir brottflutta vestfirðinga. Tilgangur félagsins er að vinna að aukinni kynningu og samvinnu vestfirðinga auk þess að útbreiða þekkingu á Vestfjörðum, náttúru, menningu og atvinnulífi. Árlega stendur Vestfirðingafélagið fyrir Menningarvöku, einnig hefur félagið staðið fyrir ferðum bæði á vestfirði og nágrannalönd og hafa þær ferðir verið mjög vel sóttar.
Sigríður Valdemarsdóttir stofnaði Menningarsjóð Vestfiskrar æsku 1967 til minningar um foreldra sína Valdimar Jónsson og Elínu Hannibalsdóttur og móðursystur sína Matthildi Hannibalsdóttur. Mikil tengsl eru á milli Vestfirðingafélagsins og menningarsjóðsins. Sjóðnum er fyrst og fremst ætlað að styrkja vestfirsk ungmenni sem ekki geta stundað nám í sinni heimabyggð og eru ungir vestfirðingar hvattir til að sækja um námsstyrk úr sjóðnum.

 

 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Ís í Trékyllisvík 15-03-2005.
  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
  • Úr sal.Gestir.
  • NV hlið unnið við kjöljárn.Ási og Siggi.18-12-2008.
Vefumsjón